Talstudío Ásthildar

Velkomin á heimasíðu mína

Ásthildur Bjarney SnorradóttirÁsthildur Bjarney Snorradóttir fæddist á Akranesi 14. september 1952. Hún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1977 og fór síðan til Noregs og lauk námi í talmeinafræði við Statens Spesiallærerskole í Osló 1977. Hún lauk síðan Meistaraprófi með áherslu á talmeinafræði frá USA árið 1999. Hún hefur starfað sem talmeinafræðingur við leik-og grunnskóla til fjölda ára. Einnig hefur hún starfað við sérskóla. Ásthildur hefur mikla reynslu af ráðgjöf og vinnu með að styrkja boðskiptafærni ungra barna og hún hefur haldið fjölda fyrirlestra um málþroskaraskanir, undirstöðuþætti fyrir lestur og boðskiptafærni ungra barna. Árið 1996 stofnaði hún ásamt öðrum talmeinafræðingum eigin talmeinastofu; Talþjálfun Reykjavíkur.

Fyrsta útgáfuverk Ásthildar var kennsluefnið: Íslenski málhljóðakassinn. Þetta efnið vann hún í samvinnu við Elínborgu Ísaksdóttur og Sigríði Pétursdóttur og var það gefið út af Námsgagnastofnun árið 1987. Þetta námsefni er notað til þess að vinna með íslensku málhljóðin og er þýtt og aðlagað úr dönsku. Árið 2000 skrifaði hún ásamt Sigurlaugu Jónsdóttur grein um mál og lestur í Lestrarbókina okkar sem er greinasafn um lestur og læsi. Bókin var gefið út af Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands og Íslenska lestrarfélaginu.
Nánar...
 

Fyrirlestrar


Útgefið efni