Talstudío Ásthildar

Velkomin á heimasíðu mína

Ásthildur Bjarney SnorradóttirÁsthildur Bjarney Snorradóttir fæddist á Akranesi 14. september 1952. Hún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1977 og fór síðan til Noregs og lauk námi í talmeinafræði við Statens Spesiallærerskole í Osló 1977. Hún lauk síðan Meistaraprófi með áherslu á talmeinafræði frá USA árið 1999. Hún hefur starfað sem talmeinafræðingur við leik-og grunnskóla til fjölda ára. Einnig hefur hún starfað við sérskóla. Ásthildur hefur mikla reynslu af ráðgjöf og vinnu með að styrkja boðskiptafærni ungra barna og hún hefur haldið fjölda fyrirlestra um málþroskaraskanir, undirstöðuþætti fyrir lestur og boðskiptafærni ungra barna. Árið 1996 stofnaði hún ásamt öðrum talmeinafræðingum eigin talmeinastofu; Talþjálfun Reykjavíkur.

Fyrsta útgáfuverk Ásthildar var kennsluefnið: Íslenski málhljóðakassinn. Þetta efnið vann hún í samvinnu við Elínborgu Ísaksdóttur og Sigríði Pétursdóttur og var það gefið út af Námsgagnastofnun árið 1987. Þetta námsefni er notað til þess að vinna með íslensku málhljóðin og er þýtt og aðlagað úr dönsku. Árið 2000 skrifaði hún ásamt Sigurlaugu Jónsdóttur grein um mál og lestur í Lestrarbókina okkar sem er greinasafn um lestur og læsi. Bókin var gefið út af Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands og Íslenska lestrarfélaginu.
Bókin: Ljáðu mér eyra var síðan gefin út árið 2001. Ásthildur vann þessa bók í samvinnu við Valdísi Guðjónsdóttur. Þessi bók leggur áherslu á að styrkja undirstöðuþætti fyrir lestur. Hún hefur notið mikilla vinsælla hjá ungu kynslóðinni sem er að undibúa sig fyrir lestur og ekki síst hjá foreldrum sem eru meðvitaðir um að undirbúa börnin sín sem best fyrir grunnskólann. Bókin var endurútgefin árið 2007. Bókaútgáfan Salka gaf út bókina um Bínu bálreiðu árið 2006. Bókin byggir á langri reynslu höfundarins í vinnu sinn sem talmeinafræðingur. Hún hefur unnið markvisst að því að styrkja boðskiptafærni og efla málþroska ungra barna. Í framhaldi af Bínu bálreiðu gaf Salka bókina; Bína fer í leikskóla árið 2007. Bókin er tileinkuð leikskólakennurum. Í framhaldi af bókinni var gefið út Íslenskt Myndalottó sem byggir á hugmyndum úr bókunum um Bínu. Handritið um þriðju bókina um Bínu er tilbúið, en þar leysir hún töfra bókstafanna og vinnur með undirstöðuþætti fyrir lestur. Bók sem allir þeir sem hafa áhuga á því að undirbúa börnin sín fyrir að læra að lesa ættu að eiga. Stefnt er á að bókin kom út fyrir næstu jól

Ásthildur hefur skrifað fjölda fagreina um málörvun, boðskiptafærni, málþroskafrávik og undirbúning fyrir lestur í fagtímarit eins og Talfræðinginn sem er fagtímrit félags talkennara og talmeinafræðinga, Glæður sem er fagtímarit, sérkennara, og Skólavörðuna sem er málgagn Kennarasambands Íslands. Hún er einnig með fyrirlestra og námskeið fyrir foreldra og annað fagfólk sem vinnur með málörvun.. Ásthildur er með heimasíðu, www.talstudio.is