Fyrirlestrar |
Hægt er að panta fyrirlestra og námskeið sem eru sérsniðin að þörfum foreldra, leikskólakennara og annarra uppalenda
Það þarf tvo til að tala saman Hanen-námskeið fyrir foreldra, leikskólakennara og aðra uppalendur Um námskeiðið það þarf tvo til að tala saman Þetta er námskeið sem er ætlað foreldrum ungra barna með boðskiptavanda. Námskeiðið byggir á áralöngum rannsóknum og fjallar um
Talmeinafræðingar sem hafa hlotið þjálfun og formleg réttindi frá Hanen-stofnuninni halda námskeiðin. Með- fjölbreyttum verkefnum, fyrirlestrum og umræðum læra foreldrar og aðrir uppalendur að skapa og nýta sér tækifæri daglegs lífs til að hjálpa börnum til að læra boðskipti og nota málið í samskiptum við aðra. Stuðst er við nýja útgáfu af bókinni Það þarf tvo til að tala saman (It Takes Two to Talk) auk myndabanda Fyrir hverja er námskeiðið Mælt er með að foreldrar barna með boðskiptavanda sæki námskeiðið. Einnig eru námskeið sérsniðin að þörfum leikskólakennara og þeirra sem vinna með málörvun fyrir ung börn í leikskólanum. Áhersla er lögð á hvernig er best að vinna með málörvun í daglegum aðstæðum þannig að hún skili árangri. Eftirtaldir talmeinafræðingar halda námskeiðin: Ásta Sigurbjörnsdóttir, talmeinafræðingur Ásthildur Bj. Snorradóttir, talmeinafræðingur Eyrún Ísfold Gísladóttir www.hanen.org |