Talstudío Ásthildar

Undirstöðuþættir fyrir boðskipti
Hegðun og boðskipti eru nátengd. Málþroskaröskun getur valdið því að börn þróa með sér hegðunarerfiðleika. Það er skiptir miklu máli að byggja á hugmyndafræði um mikilvægi þess að byrja nógu snemma að styrkja boðskiptafærni hjá ungum börnum. Þegar börn vita hvernig þau eiga að gera sig skiljanleg og til hvers er ætlast af þeim líður þeim betur og hegðun þeirra batnar. Ungum börnum finnst gaman að hlusta á sömu sögurnar aftur og aftur. Það er líka mikilvægt að þau fái ekki neikvæð skilaboð og skammir. Það gefur betri árangur að leiðbeina þeim, segja þeim hvað þau eiga að gera, sýna þeim hvernig á að „passa hendur“, sitja kyrr, hlusta, bíða, gera til skiptis, muna hvað er sagt og svo framvegis. Börn þurfa að læra undirstöðuþætti fyrir boðskipti til þess að þróa eðlilegan málþroska.