Talstudío Ásthildar

Bína fer í leikskóla

Bína Bálreiða
Sjá stóra mynd


Bína Bálreiða

Verð (piece): Hringja eftir verði

Senda fyrirspurn um þessa vöru

Ásthildur Bj. Snorradótttir er talmeinafræðingur hjá Talþjálfun Reykjavíkur. Hún hefur langa reynslu af því að styrkja boðskiptafærni og efla málþroska hjá ungum börnum. Bókin Bína bálreiða byggir á þeirri reynslu.

Brúðan Bína verður reið þegar hún veit ekki hvernig hún á að að hegða sér. Stundum kastar hún sér í gólfið og öskrar. Guðrún Svava, mamma hennar, sér að hún þarf að læra að hegða sér betur. Hún kennir henni ýmislegt gagnlegt, til dæmis að sitja kyrr, hlusta og bíða, svo kennir hún henni hvernig á að gera til skiptis. Bína lærir líka nöfn á nokkrum dýrum og að þekkja stafinn sinn og smám saman fer henni að líða miklu betur.

Þetta er skemmtileg og gagnleg bók fyrir litla fjörkálfa. Frábær til að lesa heima, í skólanum og í leikskólanum.