Talstudío Ásthildar

Bína BálreiðaBína leysir töfra bókstafanna

Bína fer í leikskóla
Sjá stóra mynd


Bína fer í leikskóla

Verð (piece): Hringja eftir verði

Senda fyrirspurn um þessa vöru

Bína kvíðir fyrir að byrja í leikskólanum. Hún er ekki viss um að mamma komi aftur að sækja hana og hún veit ekki alltaf hvernig hún á að hegða sér innan um krakkana. Í leikskólanum lærir hún margt skemmtilegt, til dæmis hvað leiktækin heita, hvernig hún á að eignast vini og biðja um hjálp. Skemmtileg og gagnleg bók fyrir alla krakka sem eru í leikskóla.

Bókin er eftir Ásthildi Bj. Snorradóttur, sem er talmeinafræðingur hjá Talþjálfun Reykjavíkur. Hún hefur langa reynslu af því að styrkja boðskiptafærni og efla málþroska hjá ungum börnum. Bína fer í leikskóla byggir á þeirri reynslu.